Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. október 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sama hvað þú gerir, þá verður allt vitlaust"
Úr leik Fram og Þróttar á dögunum.
Úr leik Fram og Þróttar á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir myndu fjalla á meðalfjölda stiga ef mótið yrði blásið af núna.
Vængir myndu fjalla á meðalfjölda stiga ef mótið yrði blásið af núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslandsmótið er í uppnámi þessa stundina vegna kórónuveirufaraldursins ömurlega.

Æfingum og keppni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað til 19. október en miðað við fjölda smita gæti það orðið lengur.

Stefnan er að klára Íslandsmótið í fótbolta en mikil óvissa er í samfélaginu og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir að málin séu ekki alfarið í höndum sambandsins heldur velti á faraldrinum. Með því að smella hérna má lesa viðtal við Guðna.

Fyrr á árinu var sett saman reglugerð hjá KSÍ sem fjallaði um það ef ekki væri hægt að klára mótið vegna Covid-ástandsins myndu úrslit ráðast á meðalfjölda stiga.

Rætt var um það í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni fyrir hvaða lið það yrði sárast ef mótið yrði blásið af núna.

„Vængir, þeir eiga leikinn inni. Það mun alltaf svíða fyrir þá því þeir eiga þennan leik," sagði Baldvin Már Borgarsson.

„Hversu mikið mun þetta líka svíða fyrir Þrótt Vogum?" spurði Sverrir Mar Smárason.

„Auðvitað mun þetta svíða fyrir Þrótt Vogum. Þetta mun svíða fyrir Víði, Álftanes..." sagði Baldvin og þá sagði Sverrir: „Ég held að þetta muni minna svíða fyrir Dalvík/Reyni og Álftanes þar sem þau lið hafa verið lengi mjög neðarlega og verið í vandræðum í sumar. Víðir og Vængirnir verða súrir, Þróttur Vogum verða súrir, Framarar verða súrir."

„Njarðvík líka," sagði Óskar Smári Haraldsson.

„En hugsaðu þér annað," sagði Baldvin og hélt áfram: „Segjum sem svo að þessu verði slaufað. Magni og Leiknir F. í Lengjudeildinni verða brjáluð, en segjum sem svo að það verði spilað og Þróttur falli. Hversu reiðir verða Þróttarar? Þeir mega ekki æfa. Sama hvað þú gerir, þá verður allt vitlaust."

Hlusta má á umræðuna í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Svona endar Íslandsmótið ef keppni verður hætt
Fimm af 22 liðum í Pepsi Max-deildunum sem mega æfa
Ástríðan - Neyðarumræður á skrifstofunni
Athugasemdir
banner
banner