Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 09. október 2020 10:31
Magnús Már Einarsson
Stjórnarmaðurinn lifir og lærir - Vonast til að sjá Kolbein sem lengst
Icelandair
Kolbeinn í leiknum í gær.
Kolbeinn í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá KSÍ, var gagnrýndur á Twitter í gær eftir færslur sínar þar sem hann velti því fyrir sér hvort Kolbeinn Sigþórsson hefði verið að spila sinn síðasta landsleik.

„Eftir leik: Góður sigur Íslands. LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu," skrifaði Valgeir á Twitter eftir leik.

Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spyr Valgeir: „Af hverju síðasti leikur Kolbeins?" og Valgeir svarar: „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín."

Valgeir birti í dag nýja færslu á Twitter þar sem hann segist lifa og læra og vona að öllu hjarta að Kolbeinn verði sem lengst í hópnum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner