Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 09. október 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Suarez grét í nokkra daga vegna framkomu Barcelona
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez segist hafa grátið í nokkra daga vegna þess hvernig Barcelona kom fram við hann. Úrúgvæski sóknarmaðurinn yfirgaf Börsunga í síðasta mánuði.

Suarez var sagt að honum væri frjálst að yfirgefa félagið sem hann hafði verið hjá í sex ár og notið mikillar velgengni.

Suarez fór til Atletico Madrid en viðskilnaðurinn við Barcelona var mjög dramatískur.

„Ég tók því ekki vel hvernig Barcelona stóð að þessu," segir Suarez.

„Það komu dagar þar sem ég var grátandi vegna stöðunnar. Svo fór ég aftur að njóta mín og vera metinn að verðleikum sem leikmaður, fann væntumþykju hjá félagi sem tók gríðarlega vel á móti mér."

Suarez er dáður af stuðningsmönnum Barcelona enda skoraði hann 195 mörk fyrir félagið. En viðskilnaðurinn endaði illa og var hann látinn æfa einn þegar Ronald Koeman tók við liðinu.

Stjórnarmenn Barcelona þrýstu á að Suarez, sem er 33 ára, myndi fara því hann hefði samkvæmt samningi átt rétt á framlengingu ef hann myndi spila 60% leikja að minnsta kosti á þessu tímabili.

„Það eru hlutir sem fólk veit ekki af. Að fá ekki að æfa með Barcelona því þú ert ekki talinn tilheyra hópnum... eiginkona mín fékk að sjá mig niðurbrotinn," segir Suarez.

Sjá einnig:
Messi um brotthvarf Suarez: Ekkert kemur mér lengur á óvart
Athugasemdir
banner
banner