Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. október 2021 21:41
Victor Pálsson
Bayern fékk fyrsta markið á sig - Cecilía hélt hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrir stórlið Bayern Munchen sem mætti Hoffenheim í þýsku kvennadeildinni í dag.

Glódís var á sínum stað í hjarta varnarinnar í 3-1 sigri en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom ekkert við sögu í þessari viðureign.

Bayern er á toppi deildarinnar með 15 stig eftir fimm leiki og hefur nú fengið á sig eitt mark í þessum leikjum.

Guðrún Arnardóttir lék með liði Rosengard sem vann 2-1 heimasigur á Linkopings í Svíþjóð. Rosengard er á toppnum með 48 stig eftir 19 leiki.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir léku með liði Örebro gegn Djurgarden. Cecilía hélt hreinu í markinu en Örebro vann 1-0 sigur.

Einnig í Svíþjóð spilaði Diljá Ýr Zomers 45 mínútur fyrir Hacken sem gerði markalaust jafntefli við Vittsjö.

Í Noregi spilaði þá Ingibjörg Sigurðardóttir í 1-0 sigri á Lyn en Amanda Andradóttir kom ekki við sögu í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner