Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. október 2021 15:40
Aksentije Milisic
Benzema gaf Mbappe vítið: Vildi sjá hann skora
Mynd: EPA
Frakkland vann Belgíu í mögnuðum leik á fimmtudeginum en liðin áttust við í undanúrslit Þjóðadeildarinnar.

Belgar leiddu 2-0 í hálfleik en í þeim síðari náðu Frakkar að snúa dæminu við og klára leikinn. Karim Benzema minnkaði muninn og í kjölfarið fékk Frakkland vítaspyrnu.

Benzema er vítaskytta liðsins en hann leyfði Kylian Mbappe að stíga á punktinn og taka vítið. Mbappe skoraði að öryggi og það var síðan Theo Hernandez sem gerði sigurmarkið.

„Við erum leikmenn sem taka allir víti. Ég vildi að hann tæki það, ég vildi sjá hann skora. Eftir það sem gerðist á Evrópumótinu, það er núna gleymt og grafið," sagði Karim Benzema.

„Á vellinum reyni ég að hjálpa til við að gera liðsmenn mína betri, í öllum leikjum."

Frakkland og Spánn mætast í úrslitaleiknum annað kvöld í Mílanó borg.
Athugasemdir
banner
banner