Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. október 2021 16:20
Aksentije Milisic
„Jorginho á skilið að vinna Ballon D'or"
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, tjáði sig um Jorginho á dögunum en hann er afar hrifinn af leikmanninum.

Jorginho hefur átt stórkostlegt ár en hann var lykilmaður hjá Chelsea þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu og þá var hann það einnig hjá ítalska landsliðinu sem varð Evrópumeistari í sumar.

„Hann á skilið að vinna Ballon D'or. Hann er mjög gáfaður leikmaður og það er heiður að vera stjórinn hans," sagði Tuchel.

„Hann sér leikinn frábærlega. Einstaklingsverðlaun eru ekki jafn merkileg og önnur að mínu mati. Það er ómögulegt að bera saman suma leikmenn sem gegna allt öðruvísi hlutverki."

„Ég myndi vilja að leikmaður frá mínu liði myndi vinna þetta því ég veit hvað áhrif það myndi hafa. Jorginho er frábær leikmaður og persóna en þessi verðlaun eru ekki það mikilvægasta."

Fimm ítalir eru tilnefndir til Ballon D'or en það eru Jorginho, Leonardo Bonucci, Nicolo Barella, Gigio Donnarumma og Giorgio Chiellini.
Athugasemdir
banner
banner
banner