Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 09. október 2024 10:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alisson frá í rúman mánuð
Mynd: EPA
Fjallað er um meiðsli Alisson Becker í dag en hann meiddist aftan í læri í leiknum gegn Crystal Palace á laugardag.

Liverpool býst ekki við honum aftur á völlinn fyrr en eftir landsleikjahléið í nóvember.

Fram að því spilar Liverpool gegn Chelsea, Arsenal, Brighton og Aston Villa í úrvalsdeildinni, RB Leipzig og Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni og Brighton í deildabikarnum.

Caoimhin Kelleher, varamarkvörður Liverpool, missti af leiknum gegn Palace vegna veikinda en búist er við því að hann verji mark Liverpool í leikjunum.

„Það er nokkuð augljóst að Kelleher er númerr tvö. Ég spilaði Caoimhin síðast þegar Alisson var meiddur, annars hefði ég spila Vit (Vitezslav Jaros)," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, eftir leikinn gegn Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner