Fanney Inga Birkisdóttir varði mark Vals í sumar og var það hennar annað tímabil sem aðalmarkvörður liðsins. Hún er fædd árið 2005 og hefur heyrst að hún stefni út fyrir landsteinana í vetur.
Landsliðsmarkvörðurinn er samningsbundin Val út næsta tímabil en framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, segir við Fótbolta.net að einhverjar viðræður séu í gangi varðandi Fanneyju en ekki hægt að segja frá þeim þar til búið sé að klára þær.
Landsliðsmarkvörðurinn er samningsbundin Val út næsta tímabil en framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, segir við Fótbolta.net að einhverjar viðræður séu í gangi varðandi Fanneyju en ekki hægt að segja frá þeim þar til búið sé að klára þær.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net rennir Valur hýru auga til Tinnu Brár Magnúsdóttur sem átti mjög gott tímabil í markinu hjá Fylki í ár.
Katie Cousins, einn besti leikmaður deildarinnar, er þá að verða samningslaus. „Hún er að skoða einhverja möguleika í Bandaríkjunum, en ef hún verður á Íslandi þá verður hún hjá Val," segir Styrmir.
Anna Björk Kristjánsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Hailey Whitaker og Íris Dögg Gunnarsdóttir eru einnig að renna út á samningi.
Athugasemdir