Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vangaveltur
Hlýtur að vera áfram í Bestu deildinni þó liðið falli
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir hlýtur að vera búin að spila sitt síðasta tímabil í bili í Fylki.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Valur áhuga á Tinnu Brá þar sem góðar líkur eru á því að Fanney Inga Birkisdóttir muni fara í atvinnumennsku. Önnur félög í Bestu deildinni hljóta einnig að renna hýru auga til Tinnu eftir tímabilið sem hún átti.

Hún á ekki að fara aftur í Lengjudeildina. Fylkir féll úr Bestu deildinni í sumar en það var ekkert við hana að sakast. Samkvæmt 'prevented goals' tölfræðinni var hún besti markvörður Bestu deildarinnar.

Hún kom í veg fyrir 9,64 mörk í sumar sem var betra en Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga sem eru báðar í A-landsliðinu. Það var betra en allir aðrir markverðir deildarinnar.

Það var nóg hjá Tinnu að gera en hún varði gríðarlega vel og átti mjög gott sumar. Hún var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolta.net þrátt fyrir að Fylkir hafi fallið.

Tinna, sem er fædd árið 2004, gekk í raðir Fylkis fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa slegið í gegn með Gróttu. Hún féll með Árbæjarliðinu niður í Lengjudeildina það sumarið og hjálpaði liðinu svo að komast aftur upp.

Núna þarf hún að taka skrefið upp á og fara í eitt af bestu liðum landsins. Hún hefur burði í það að vera í baráttu um að komast í landsliðið, en til þess að gera það þá verður hún að vera að spila í sterku liði í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner