Brasilíski varnarmaðurinn Juan Jesus segist ekki geta notið þess lengur að búa í Napolí eftir sífelldar tilraunir til að brjótast inn í bílinn hans.
Það var brotist inn í bíl Jesus síðustu nótt og birti hann færslur á Instagram vegna málsins. Þjófarnir reyndu að stela bílnum en tókst ekki ætlunarverk sitt og skildu þeir bílinn eftir í rúst.
„Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Á einum mánuði er ég búinn að finna fimm staðsetningartæki í bílnum mínum," skrifaði Jesus á Instagram.
„Það veitir mér enga hugarró að vita af því að þessir glæpamenn vita hvar ég á heima.
„Það er leiðinlegt að mér muni aldrei líða öruggum aftur í þessari fallegu borg."
Athugasemdir