Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. nóvember 2019 11:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Palace: Azpilicueta bekkjaður
Reece James fær tækifæri.
Reece James fær tækifæri.
Mynd: Getty Images
Chelsea tekur á móti Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildin. Byrjunarliðin er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Frank Lampard gerir tvær breytingar á liðinu sem lagði Watford í síðustu umferð. Reece James kemur inn í vörnina fyrir Cesar Azpilicueta og N'Golo Kante byrjar á miðjunni í stað Jorginho sem er í leikbanni.

Chelsea er búið að vinna fimm leiki í röð í úrvalsdeildinni og getur komist upp í 2. sæti með sigri í dag.

Byrjunarlið Chelsea er 24 ára og 88 daga gamalt að meðaltali. Það er yngsta byrjunarlið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hingað til.

Crystal Palace er í efri hluta deildarinnar og gerir Roy Hodgson eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrir Leicester um síðustu helgi.

Andros Townsend kemur inn í liðið fyrir Jeffrey Schlupp, sem byrjar á bekknum í dag.

Chelsea: Kepa, James, Zouma, Tomori, Emerson, Kante, Kovacic, Mount, Willian, Pulisic, Abraham
Varamenn: Caballero, Azpilicueta, Christensen, Gilmour, Hudson-Odoi, Batshuayi, Giroud

Crystal Palace: Guaita, Ward, Tomkins, Cahill, Van Aanholt, McArthur, Kouyate, Milivojevic, Townsend, Zaha, Ayew.
Varamenn: Hennessey, Dann, Kelly, Riedewald, McCarthy, Schlupp, Benteke.
Athugasemdir
banner
banner
banner