Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. nóvember 2020 15:27
Elvar Geir Magnússon
Helgi Valur heldur áfram - Verður fertugur á næsta tímabili
Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson.
Mynd: Raggi Óla
Miðjumaðurinn Helgi Valur Daníelsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Fylki. Hann ætlar að taka slaginn áfram í Pepsi Max-deildinni næsta sumar en hann verður 40 ára í júlí á næsta ári.

Helgi fjórbrotnaði á fæti á liðnu tímabili og lék því aðeins þrjá leiki í deildinni þetta árið. Í fyrra átti hann frábært tímabil þar sem hann skoraði fjögur mörk í 20 leikjum.

Margir héldu að Helgi myndi leggja skóna á hilluna eftir meiðslin sem hann hlaut en hann tók endurhæfinguna að fullum krafti og var farinn að vera með á æfingum áður en mótið var flautað af nú í haust.

Helgi spilaði lengi erlendis með liðum eins og Peterborough í Englandi, Öster, Elfsborg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneses í Portúgal og AGF í Danmörku. Helgi spilaði 38 leiki með yngri landsliðum og 33 leiki með A landsliði Íslands

„Við hjá Fylki erum í skýjunum að Helgi ætli að spila áfram með okkur enda frábær leikmaður og góð fyrirmynd fyrir unga leikmenn félagsins," segir í tilkynningu frá Fylki.

Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, hefur hinsvegar ákveðið að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að þjálfun eins og fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Athugasemdir
banner
banner