Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. nóvember 2020 10:36
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Mikil óvissa um Þjóðadeildarleiki Íslands: Hugsum bara um leikinn á fimmtudag
Icelandair
Freyr á æfingu með Íslandi í síðasta glugga.
Freyr á æfingu með Íslandi í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudag í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Eftir þann leik er svo áætlað að liðið spili útileiki gegn Danmörku og Englandi í Þjóðadeildinni.

Þjóðadeildarleikirnir, sem eiga að vera á sunnudag og miðvikudag í næstu viku, eru þó í gríðarlegri óvissu vegna heimsfaraldursins.

Ástandið í Danmörku hefur verið mikið til umfjöllunar en stökkbreytt afbrigði af Covid-19 hefur borist í minka. Bretland hefur skipað fjórtán daga sóttkví á alla sem koma frá Danmörku og er sagt að engar undanþágur séu veittar.

Fjórir leikmenn í íslenska hópnum spila í enska boltanum og ljóst að ef UEFA fær ekki undanþágu frá reglum munu þeir ekki fara með í leikinn gegn Dönum. Sá hópur sem fer svo í Danaleikinn mun ekki geta tekið þátt í Englandsleiknum nokkrum dögum síðar.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir samtali við 433 að óvissan sé algjör en liðið ætli að einbeita sér að Ungverjaleiknum.

„Við vitum það sama og aðrir, UEFA er að reyna að vinna með enskum stjórnvöldum. Við höfum tekið þann pól í hæðina að hugsa bara um leikinn á fimmtudag," segir Freyr í samtali við Hörð Snævar Jónsson, ritstjóra 433.

„Á meðan reglurnar eru svona er ljóst að leikmennirnir okkar sem spila á Englandi fara ekki til Danmerkur og ef við spilum í Danmörku þá fer sá hópur leikmanna ekki til Englands og ekki starfsliðið heldur. Þetta er staðan núna, við vitum ekkert hvað gerist. Við höfum tekið meðvitaða ákvörðun um að leikurinn á fimmtudag er það eina sem skiptir máli."
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner