Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. nóvember 2020 13:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ólíklegt að Jói og Gylfi fái að spila gegn Dönum
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt er að Jóhanni Berg Guðmundssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni verði hleypt í landsleik Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeildinni næsta sunnudag.

Það sama gildir um Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daða Böðvarsson.

Þetta er vegna þess að þeir spila í enska fótboltanum. Bretar hafa sett reglur á fólk sem ferðast til landsins frá Danmörku vegna nýrrar tegundar af Covid-19 sem kemur frá minkum.

Ef landsleikurinn gegn Dönum fer fram þá verður ekki hægt að spila landsleik gegn Englandi miðvikudaginn 18. nóvember nema hann verði færður á hlutlausan völl.

Fleiri félagslið utan Englands gætu gert svipaðar kröfur á sína menn og því áhugavert að fylgjast með þróun íslenska landsliðshópsins fyrir ferðalagið til Danmerkur.

Sjá einnig:
Landsleikurinn gegn Englandi í hættu vegna ferðabanns
Ráðleggur félögum að hleypa leikmönnum ekki í landsleikjahlé
Athugasemdir
banner
banner