Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. nóvember 2020 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir 
Ólíklegt að Eiður haldi áfram með U21 árs landsliðið
Eiður Smári mun líklega ekki halda áfram með U21 árs landsliðið
Eiður Smári mun líklega ekki halda áfram með U21 árs landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen telur það líklegast að hann hætti með U21 árs landsliðið og einbeiti sér að því að þjálfa FH í Pepsi Max-deildinni en hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason, íþróttafréttamann hjá Stöð 2 Sport, um stöðuna í dag.

Eiður og Arnar Þór Viðarsson hafa gert frábæra hluti með U21 árs landsliðið en liðið er í góðum möguleika á að komast á Evrópumótið.

Liðið leikur þrjá leiki í komandi viku en fyrst mætir liðið Ítölum á fimmtudag í leik sem átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna áhrifa kórónaveirunnar. Sigur gegn Ítölum og riðillinn er í höndum íslenska liðsins.

Eiður Smári þjálfaði þá FH-inga ásamt Loga Ólafssyni í sumar en hann skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning og verður aðalþjálfari liðsins en Davíð Þór Viðarsson verður honum til aðstoðar. Eiður mun líklega láta af störfum sem þjálfari U21 árs landsliðsins en komist liðið á Evrópumótið þá er staðan önnur.

„Erfiður tímapunktur núna. Ég legg FH til hliðar og það er hlé á deildinni hér sem gerir mér það kleift að takast á við þessa viku sem er mjög spennandi hvað okkur varðar sem knattspyrnuþjóð," sagði Eiður.

„Það er stórleikur hjá A-liðinu og stórir leikir framundan hjá okkur í U21 árs landsliðinu þar sem við eigum nokkuð góða möguleika á að komast á stórmót sem væri í fyrsta sinn í langan tíma. Þannig ég ýti FH aðeins til hliðar og tekst á við þessa viku og svo getum við sest niður með knattspyrnusambandinu og tekið ákvörðun út frá því."

„Eðlilegast er að ég mun ekki halda áfram með U21 árs landsliðið en husganlega kæmi upp önnur staða ef við kæmumst á stórmót og það yrði hlé á deildinni hér en við eigum eftir að ræða þetta og fara yfir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner