Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 09. nóvember 2021 20:39
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn í Stjörnuna?
Óskar Örn Hauksson er orðaður við Stjörnuna.
Óskar Örn Hauksson er orðaður við Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson, sem hefur verið einn besti leikmaður íslenska boltans um margra ára skeið, gæti farið í Stjörnuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Samningur Óskars, sem er 37 ára, við KR rann út í síðasta mánuði og hann hefur ekki gert samkomulag við KR-inga um nýjan.

„Það er búið að vera erfitt að ná að hitta á Óskar. Hann er upptekinn með litla barnið sitt. Það er ýmislegt sem hefur stoppað okkur í að hittast," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði.

„Hann er að skoða sín mál. Það er allt í vinnslu. Þetta tekur smá tíma stundum. Við erum vongóðir og Óskar er jákvæður. Það þarf bara að finna lausn á samningamálum. Báðir aðilar þurfa að vera ánægðir - hann og við."

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Óskar með talsvert bitastæðara tilboð úr Garðabænum en það sem KR hefur boðið honum. Líklegt er að hann skrifi undir hjá Stjörnunni.

Óskar hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með KR. Hann hefur verið hjá félaginu nánast samfleytt síðan 2007 og verið fyrirliði liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner