Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   fim 09. nóvember 2023 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klæmint kveður: Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski sóknarmaðurinn Klæmint Olsen spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann hefur verið á láni hjá félaginu frá NSÍ Runavík í ár. Það tók hann tíma að finna fjölina en hann hefur sýnt það að hann er mjög öflugur sóknarmaður.

Hann kom inn af bekknum í svekkjandi 2-3 tapi gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

„Það var erfitt að spila á vellinum en mér fannst við standa okkur mjög vel," sagði Klæmint eftir leikinn. „Ég er alltaf tilbúinn að hjálpa liðinu ef ég er klár í slaginn."

Hann segir að hann muni klárlega sakna Breiðabliks, hann hafi átt góðan tíma hérna.

„Það er alltaf erfitt að kveðja fólk sem þér þykir vænt um. Ég hef bara góða hluti að segja um Breiðablik," segir Klæmint. „Tími minn hefur verið mjög góður hérna, frábær reynsla. Að vera hluti af þessu sögulega liði hefur verið algjörlega frábært."

Stuðningsmenn Breiðabliks hafa elskað Klæmint frá fyrstu mínútu og hann er þakklátur fyrir það.

„Allt fólkið í kringum félagið er magnað. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að aðlagast. Þetta er blessun fyrir mig."

„Ég mun klárlega sakna landsins. Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, út ævina. Ég mun koma aftur hingað einn daginn," sagði Klæmint en hann fer núna aftur heim til Runavíkur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner