Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   fim 09. nóvember 2023 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klæmint kveður: Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski sóknarmaðurinn Klæmint Olsen spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann hefur verið á láni hjá félaginu frá NSÍ Runavík í ár. Það tók hann tíma að finna fjölina en hann hefur sýnt það að hann er mjög öflugur sóknarmaður.

Hann kom inn af bekknum í svekkjandi 2-3 tapi gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

„Það var erfitt að spila á vellinum en mér fannst við standa okkur mjög vel," sagði Klæmint eftir leikinn. „Ég er alltaf tilbúinn að hjálpa liðinu ef ég er klár í slaginn."

Hann segir að hann muni klárlega sakna Breiðabliks, hann hafi átt góðan tíma hérna.

„Það er alltaf erfitt að kveðja fólk sem þér þykir vænt um. Ég hef bara góða hluti að segja um Breiðablik," segir Klæmint. „Tími minn hefur verið mjög góður hérna, frábær reynsla. Að vera hluti af þessu sögulega liði hefur verið algjörlega frábært."

Stuðningsmenn Breiðabliks hafa elskað Klæmint frá fyrstu mínútu og hann er þakklátur fyrir það.

„Allt fólkið í kringum félagið er magnað. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að aðlagast. Þetta er blessun fyrir mig."

„Ég mun klárlega sakna landsins. Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, út ævina. Ég mun koma aftur hingað einn daginn," sagði Klæmint en hann fer núna aftur heim til Runavíkur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner