Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 09. nóvember 2023 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klæmint kveður: Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski sóknarmaðurinn Klæmint Olsen spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann hefur verið á láni hjá félaginu frá NSÍ Runavík í ár. Það tók hann tíma að finna fjölina en hann hefur sýnt það að hann er mjög öflugur sóknarmaður.

Hann kom inn af bekknum í svekkjandi 2-3 tapi gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

„Það var erfitt að spila á vellinum en mér fannst við standa okkur mjög vel," sagði Klæmint eftir leikinn. „Ég er alltaf tilbúinn að hjálpa liðinu ef ég er klár í slaginn."

Hann segir að hann muni klárlega sakna Breiðabliks, hann hafi átt góðan tíma hérna.

„Það er alltaf erfitt að kveðja fólk sem þér þykir vænt um. Ég hef bara góða hluti að segja um Breiðablik," segir Klæmint. „Tími minn hefur verið mjög góður hérna, frábær reynsla. Að vera hluti af þessu sögulega liði hefur verið algjörlega frábært."

Stuðningsmenn Breiðabliks hafa elskað Klæmint frá fyrstu mínútu og hann er þakklátur fyrir það.

„Allt fólkið í kringum félagið er magnað. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að aðlagast. Þetta er blessun fyrir mig."

„Ég mun klárlega sakna landsins. Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, út ævina. Ég mun koma aftur hingað einn daginn," sagði Klæmint en hann fer núna aftur heim til Runavíkur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner