Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 09. nóvember 2023 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klæmint kveður: Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Jason Daði og Klæmint Olsen eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Klæmint fer núna heim til Færeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski sóknarmaðurinn Klæmint Olsen spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann hefur verið á láni hjá félaginu frá NSÍ Runavík í ár. Það tók hann tíma að finna fjölina en hann hefur sýnt það að hann er mjög öflugur sóknarmaður.

Hann kom inn af bekknum í svekkjandi 2-3 tapi gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Gent

„Það var erfitt að spila á vellinum en mér fannst við standa okkur mjög vel," sagði Klæmint eftir leikinn. „Ég er alltaf tilbúinn að hjálpa liðinu ef ég er klár í slaginn."

Hann segir að hann muni klárlega sakna Breiðabliks, hann hafi átt góðan tíma hérna.

„Það er alltaf erfitt að kveðja fólk sem þér þykir vænt um. Ég hef bara góða hluti að segja um Breiðablik," segir Klæmint. „Tími minn hefur verið mjög góður hérna, frábær reynsla. Að vera hluti af þessu sögulega liði hefur verið algjörlega frábært."

Stuðningsmenn Breiðabliks hafa elskað Klæmint frá fyrstu mínútu og hann er þakklátur fyrir það.

„Allt fólkið í kringum félagið er magnað. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að aðlagast. Þetta er blessun fyrir mig."

„Ég mun klárlega sakna landsins. Ísland mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, út ævina. Ég mun koma aftur hingað einn daginn," sagði Klæmint en hann fer núna aftur heim til Runavíkur.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner