Fernando Santos segist ekki hafa talað við Cristiano Ronaldo síðan hann setti portúgalska landsliðsfyrirliðann á bekkinn á HM í Katar 2022. Santos og Ronaldo unnu saman með portúgalska landsliðinu í átta ár og áttu mjög gott samband.
Santos sagði á sínum tíma að Ronaldo væri sér sem sonur en þeir tveir unnu Evrópumótið 2016 saman. Leiðir skildu eftir HM en þá lét Santos af störfum.
Ronaldo var settur á bekkinn í lok mótsins og Portúgal var slegið út af Marokkó í 8-liða úrslitum.
Santos sagði á sínum tíma að Ronaldo væri sér sem sonur en þeir tveir unnu Evrópumótið 2016 saman. Leiðir skildu eftir HM en þá lét Santos af störfum.
Ronaldo var settur á bekkinn í lok mótsins og Portúgal var slegið út af Marokkó í 8-liða úrslitum.
„Við höfum ekki talað síðan. Ég átti mjög öflugt samband með Cristiano, bæði persónulega og faglega. Við hittumst á Sporting þegar hann var nítján ára og sambandið styrktist með landsliðinu. Við náðum vel saman, við vorum eins og feðgar eða bræður," segir Santos.
„Ég tók taktíska ákvörðun sem ég taldi besta fyrir liðið á mótinu í Katar. Á seinni helmingi ársins 2022 átti hann sex hræðilega mánuði. Hann var ekki með Manchester United á undirbúningstímabilinu og spilaði lítið þegar hann mætti."
Portúgal tapaði 1-0 fyrir Portúgal, Ronaldo kom af bekknum á 51. mínútu en náði ekki að snúa dæminu við. Ronaldo er enn í fullu fjöri með portúgalska landsliðinu og hefur byrjað sjö af átta leikjum liðsins í undankeppni EM.
Athugasemdir