Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   lau 09. nóvember 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Zerbi trylltur: Ég er tilbúinn að fara
Mynd: EPA

Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, var alls ekki sáttur og hótaði að hætta eftir tap liðsins gegn Auxerre í frönsku deildinni í gær.


Marseille náði í fjóra sigra og gerði eitt jafntefli í fyrstu fimm umferðunum en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm.

Leiknum í gær lauk með 3-1 sigri Auxerre en staðan var 3-0 í hálfleik og Mason Greenwood klóraði í bakkann með marki úr vítaspyrnu.

„Ég verð að taka ábyrgð á þessu tapi á heimavelli. Við höfum átt í vandræðum á heimavelli, það er ljóst. Ég veit ekki hvort það sé skortur á hugrekki eða persónuleika," sagði De Zerbi.

„Ég kom hingað til að spila á Velodrome því ég vildi upplifa það. Ef ég er vandamálið þá er ég tilbúinn að fara. Ég tek enga peninga með mér. Ég vil ekki búa til afsakanir eða segja eitthvað bull. Ég mun ekki sleppa, við þurfum að horfa í staðreyndir."


Athugasemdir
banner
banner
banner