Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 09. nóvember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sara Björk lagði upp í fyrsta sigri Al Qadsiah
Mynd: Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði sádí arabíska liðsins Al Qadsiah í gær þegar liðið vann stórsigur.


Sara Björk lagði upp annað mark liðsins á Ajara Nchout sem skoraði fernu í 6-1 sigri.

Þetta var fyrsti sigur liðsins sem er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í deildinni.

Hin norsk íslenska María Þórisdóttir var tekin af velli snemma í seinni hálfleik þegar Brighton steinlá 5-0 gegn Arsenal í ensku deildinni í gær. Brighton er með 13 stig í 3. sæti eftir sjö umferðir, stigi á undan Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner