Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 09. desember 2022 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Freyr í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson er mættur aftur á Hlíðarenda, hann gengur í raðir Vals eftir eitt ár hjá FH.

Kiddi, eins og hann er oftast kallaður, er þrítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem á varð Íslandsmeistari með Val tímabilin 2018 og 20 og bikarmeistari árin 2015 og 16.

Hann fór frá Val eftir tímabilið 2021 og samdi við FH til þriggja ára en er nú mættur aftur í rautt. Á síðasta tímabili skoraði fjögur mörk í 29 deildar og bikarleikjum með FH.

Kristinn er annar leikmaðurinn sem Valur fær í glugganum, Elfar Freyr Helgason var kynntur sem nýr leikmaður félagsins fyrr í þessum mánuði.

Þetta er í þriðja sinn sem Kristinn gengur í raðir Vals. Hann kom fyrst frá Fjölni í lok árs 2012, fór til Sundsvall 2017 og sneri aftur í Val 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner