Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2022 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Messi sýndi töfrabrögð

Argentína er með eins marks forystu gegn Hollandi í hálfleik í leik liðanna í 8-liða úrslitum á HM.


Það var enginn blússandi sóknarbolti í fyrri hálfleik en Lionel Messi opnaði varnarlínu Hollands upp á gátt eftir 35. mínútna leik. Hann átti þá glæsilega stungusendingu inn á teiginn á hægri bakvörðinn Nahuel Molina.

Molina kláraði færið með glæsibrag og kom Argentínu yfir.

 Liðin berjast um sæti í undanúrslitum þar sem sigurvegarinn mætir Króatíu.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner