
Argentína er með eins marks forystu gegn Hollandi í hálfleik í leik liðanna í 8-liða úrslitum á HM.
Það var enginn blússandi sóknarbolti í fyrri hálfleik en Lionel Messi opnaði varnarlínu Hollands upp á gátt eftir 35. mínútna leik. Hann átti þá glæsilega stungusendingu inn á teiginn á hægri bakvörðinn Nahuel Molina.
Molina kláraði færið með glæsibrag og kom Argentínu yfir.
Liðin berjast um sæti í undanúrslitum þar sem sigurvegarinn mætir Króatíu.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Argentína er 1-0 yfir á móti Hollandi. pic.twitter.com/vRfIycynIs
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 9, 2022
Athugasemdir