Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick hefur engan áhuga á því að fara frá Real Madrid í janúarglugganum og mun halda áfram að berjast um sæti sitt í liðinu.
Endrick er 18 ára gamall framherji sem er talinn einn sá efnilegasti í heiminum.
Hann vann fimm titla á tveimur árum sínum með aðalliði Palmeiras áður en hann kom til Real Madrid í sumar en spiltími hans hjá spænska risanum er minni en hann bjóst við.
Framherjinn hefur spilað aðeins spila rúmar 150 mínútur í fjórtán leikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk, ásamt því að leggja upp eitt.
Spænskir miðlar höfðu haldið því fram að Real Madrid ætlaði sér að lána hann frá félaginu í janúar en leikmaðurinn er mótfallinn þeirri hugmynd og vill halda áfram að berjast um sæti í liðinu.
Samkvæmt Marca bíður hann þolinmóður eftir tækifærinu en óvíst er hvort hann fái það á næstunni þar sem starf Carlo Ancelotti er í hættu. Hann mun halda áfram að spila sínu besta liði og mun því Endrick líklega ekki spila mikið fram að áramótum.
Athugasemdir