Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   mán 09. desember 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jessica Ayers áfram hjá Stjörnunni
Hrefna Jónsdóttir fagnar hér með Jessicu í sumar.
Hrefna Jónsdóttir fagnar hér með Jessicu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jessica Ayers hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og er hún nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2025.

Ayers kom til Stjörnunnar í sumar og stóð sig vel. Í tilkynningu sinni fagnar Stjarnan áframhaldandi samstarfi við leikmanninn.

Ayers spilaði átta leiki og skoraði tvö mörk eftir komu sína um mitt sumar.

Caitlin Cosme hélt frá Stjörnunni til Nantes í Frakklandi í sumar og kræktu Garðbæingar í Ayers í kjölfarið. Hún er 31 árs og var á sínum tíma í U23 landsliðið Bandaríkjanna.

Stjarnan endaði í 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar.

Stjarnan
Komnar
Vera Varis frá Keflavík
Birna Jóhannsdóttir frá HK

Farnar
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir til Vals (var á láni hjá HK)
Sóley Edda Ingadóttir til Vals
Hannah Sharts til Portúgals
Erin McLeod til Kanada
Katrín Erla Clausen til Fram
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir hætt
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir hætt

Samningslausar
Arna Dís Arnþórsdóttir (1997)
Halla Margrét Hinriksdóttir (1994)
Thelma Lind Steinarsdóttir (2005)
Mist Smáradóttir (2005)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (1988)
Athugasemdir
banner
banner
banner