Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 10. janúar 2022 10:36
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Falskar niðurstöður og bara einn smitaður
Jurgen Klopp á skrifstofu sinni við AXA æfingasvæðið.
Jurgen Klopp á skrifstofu sinni við AXA æfingasvæðið.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að falskar niðurstöður úr Covid skimunum hafi leitt til þess að deildabikarleiknum gegn Arsenal var frestað síðasta fimmtudag.

Liverpool tilkynnti að hópsmit innan herbúða félagsins gerði það að verkum að ekki væri hægt að tefla fram liði gegn Arsenal.

Klopp segir hinsvegar nú að Trent Alexander-Arnold hafi verið eini leikmaðurinn sem hafi í raun og veru smitast af Covid.

Þeir sem ranglega greindust smitaðir voru fjarverandi í gær þegar Liverpool vann Shrewsbury 4-1 í enska bikarnum.

Vegna frestunarinnar í síðustu viku víxlast viðureignir Liverpool og Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins. Fyrri leikurinn verður á Anfield á fimmtudag og sá seinni á Emirates í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner