Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 10. janúar 2023 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Besiktas búið að finna arftaka Weghorst
Tyrkneska félagið Besiktas er að ganga frá viðræðum við senegalska framherjann Vincent Aboubakar. Tyrkneski miðillinn Aspor segir frá.

Aboubakar var á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu en félagið neyddist til að rifta samningnum við hann þar sem félagið var með of marga erlenda leikmenn.

Senegalski framherjinn er nú að ganga í raðir Besiktas í Tyrklandi en félagið er þegar búið að bjóða honum samning og eru meiri líkur en minni á að hann skrifi undir á næstu dögum.

Þá er arftaki Wout Weghorst fundinn. Hollendingurinn er á láni hjá Besiktas frá Burnley, en hefur síðustu daga reynt að komast frá félaginu til að ganga í raðir Manchester United á láni.

Besiktas setti skilyrði um það að ef það ætti að ganga upp þá þyrfti það að finna mann í hans stað.

Weghorst fær ósk sína uppfyllta en hann verður sendur aftur til Burnley og síðan lánaður til United út leiktíðina.

Hollendingurinn er með 9 mörk og 4 stoðsendingar í 18 leikjum með Besiktas á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner