Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 10. janúar 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðja um útskýringu á dómnum - Stuðningsfólkið vill fá afsökunarbeiðni
Markinu fagnað á Anfield.
Markinu fagnað á Anfield.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, stjóri Wolves, segir að félagið hafi skrifað til enska fótboltasambandsins út af marki sem var dæmt af liðinu gegn Liverpool í FA-bikarnum um síðustu helgi.

Úlfarnir héldu að þeir hefðu gert sigurmark á lokakaflanum en aðstoðardómarinn lyfti flagginu og dæmdi rangstöðu. Atvikið var skoðað aftur með VAR en teymið í VAR herberginu gat ekki komið með úrskurð vegna galla í myndavélakerfinu.

Leikurinn endaði 2-2 og þurfa liðin að mætast aftur á Molineaux, heimavelli Wolves.

„Ég hef auðvitað séð myndirnar á netinu. Ég er með mína skoðun. Við erum búin að senda okkar athugasemdir til fótboltasambandsins og bíðum núna eftir svörum."

Stuðningsmannahópur Wolves hefur þá gefið út yfirlýsingu þar sem krafist er þess að dómarasamtökin á Englandi sendi frá sér afsökunarbeiðni út af þessu máli. „Hvernig gerist þetta hjá atvinnudómurum á velli sem hýsir oft Meistaradeildarleiki."

Endurtekni leikurinn fer fram að viku liðinni.
Athugasemdir
banner
banner