Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand segir að Maguire ætti að fara - „Ég hefði stútað Evra"
Mynd: EPA

Rio Ferdinand skilur ekkert í stöðu Harry Maguire miðverði Manchester United en bakvörðurinn Luke Shaw er farinn að spila í hjarta varnarinnar á kostnað Maguire.


Ferdinand sem er goðsögn hjá United og fyrrum miðvörður liðsins gefur í skyn að Maguire virðist ekki nógu ákveðinn þegar kemur að því að standa með sjálfum sér.

„Luke Shaw er að spila miðvörð frekar en hann. Það er eins og ég væri að koma aftur eftir HM þar sem ég spilaði vel og allir að tala um það en svo er Patrice Evra að spila miðvörð," sagði Ferdinand.

„Ég myndi vilja kyrkja Evra. Ég hefði stútað honum á æfingu til að ganga úr skugga um að hann yrði ekki til taks. Svo færi ég til stjórans og myndi segja, 'Ertu að gera lítið úr mér? Þú ert að vanvirða mig."

Ferdinand segir að enski landsliðsvarnarmaðurinn verði að yfirgefa félagið.

„Maguire verður að fara. Ég held að hann sé áfram út af leikjunum og þeir fá engan annan. Hann spilar bikarleikina."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner