Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 10. janúar 2023 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard að taka við pólska landsliðinu?
Englendingurinn Steven Gerrard er í viðræðum um að taka við pólska landsliðinu.

Gerrard hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Aston Villa í október.

Pólski miðillinn Meczyki heldur því nú fram að pólska fótboltasambandið sé í viðræðum við Gerrard.

Sambandið ákvað að framlengja ekki samning Czeslaw Michniewicz eftir heimsmeistaramótið og er það því í leit að nýum þjálfara, en það hafði samband við Gerrard fyrir nokkrum dögum.

Gerrard á eftir að taka ákvörðun um framhaldið en hann er sagður efstur á blaði hjá sambandinu.

Pólland er í 22. sæti á heimslista FIFA.
Athugasemdir
banner