Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 10. janúar 2023 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skapaðist tómarúm þegar Bjössi og Sif héldu heim eftir ellefu ár
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt frá Kristianstad frá því árið 2009. Björn Sigurbjörnsson var lengst af aðstoðarþjálfari hjá henni og eiginkona hans, Sif Atladóttir, lék með liðinu frá 2011.

Björn og Sif sneru aftur heim til Íslands í fyrra eftir um ellefu ár í Svíþjóð. Þau fóru bæði á Selfoss; Björn sem þjálfari kvennaliðsins og Sif sem leikmaður liðsins.

Elísabet var gestur í hlaðvarpsþætti á Fótbolta.net fyrir nokkrum dögum síðan og var þá spurð út í það hvernig hefði verið að missa Björn og Sif frá Kristianstad.

„Ég var að koma úr kaffi með Bjössa. Maður fær eiginlega tár í augun í hvert skipti sem maður hugsar um þetta," sagði Elísabet.

„Ég vann með þeim báðum í ellefu ár. Bjössi var mín hægri hönd í öllu. Sif, það fer engin í hennar búning. Hún er leikmaður sem hefur ótrúlega mikil áhrif á aðra leikmenn í kringum sig, hún elur yngri leikmenn upp, hún þorir að segja það sem henni finnst og lætur fólk heyra það þegar það er ekki eins og það á að vera. Svo er hún fyrst að koma að hrósa þegar hlutirnir eru gerðir vel. Hún var mamman í hópnum."

„Það var tómt þegar þau fóru."

Fengið íslenskt starfsfólk til Kristianstad
Elísabet hefur verið nokkuð dugleg í því að fá íslenskt starfsfólk til Kristianstad. Nú síðast réði hún Guðrúnu Þórbjörgu Sturlaugsdóttur, sem betur þekkt sem Dúna, til starfa. Hún tekur við sem þrekþjálfari liðsins.

„Svíar eru ekki mjög 'flexible' í hugsunarhætti. Það þarf að plana allt í míkróeiningar. Svíar eiga í veseni með að bregðast við óreiðu. Mér finnst rosalega mikilvægt að vera með starfslið sem er gott að takast á við óreiðu augnablik," segir Elísabet.

„Ég var búin að hitta tvo þrekþjálfara í Svíþjóð og ég fékk slæmt 'vibe' frá þeim. Það átti að skipuleggja allt í einingar. Ég ákvað að henda í Facebook-færslu og sjá hvort einhver myndi sækja um starfið. Það voru 18 Íslendingar sem sóttu um það."

„Ég trúði þessu varla. Ég var eiginlega í fullu starfi í þrjár vikur við að svara fólki og umsóknum. Svo völdum við út þrjá sem við tókum sérstakt viðtal við. Dúna átti bara sviðið í því, hún tikkaði í öll box."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Elísabet leyfir smábænum að dreyma - Hvað tekur svo næst við?
Athugasemdir
banner
banner
banner