Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. janúar 2023 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja afsögn forsetans út af umdeildum ummælum um Zidane
Noel Le Graet hér með Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands.
Noel Le Graet hér með Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands.
Mynd: EPA
Siðaráð franska fótboltasambandsins hefur fundað og komist að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir Noel Le Graet, forseta sambandsins, að segja af sér.

Það er franski íþróttamiðillinn L'Equipe sem greinir frá þessum stóru tíðindum.

Goðsögnin Zinedine Zidane hafði áhuga á því að taka við franska landsliðinu en ákveðið var að endursemja við Didier Deschamps.

Le Graet, sem er 81 árs, sagði í viðtali að hann myndi ekki einu sinni svara símanum ef Zidane myndi hringja en það fór illa í marga, þar á meðal stórstjörnuna Kylian Mbappe. Zidane er líklega besti leikmaður í sögu Frakklands.

Le Graet hefur verið forseti franska fótboltasambandsins frá 2011 en það er ekki búist við því að hann verði mikið lengur í starfinu eftir þessi klaufalegu ummæli um mikla goðsögn.
Athugasemdir
banner
banner
banner