Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Isak alltof dýr fyrir Arsenal
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Til þess að kaupa sænska sóknarmanninn Alexander Isak frá Newcastle, þá þarftu að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu breska fótboltans.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum þá hefur Arsenal ekki efni á því að gera það núna.

Líklegt þykir að hann muni kosta um 150 milljónir punda.

Isak hefur skorað 13 mörk og lagt upp fjögur fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann yrði líklega stórkostlegur fyrir Arsenal en það eru ekki skipti sem eru að fara að ganga í gegn núna í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner