Borja Sainz, leikmaður Norwich, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af enska fótboltasambandinu.
Ástæðan fyrir banninu er atvik sem átti sér stað í leik gegn Sunderland í desember síðastliðnum.
Ástæðan fyrir banninu er atvik sem átti sér stað í leik gegn Sunderland í desember síðastliðnum.
Sainz var ásakaður um að hafa hrækt á andstæðing og var hann dæmdur sekur í því máli.
Hann fékk einnig sekt upp á tólf þúsund pund, það sem jafngildir um 2,2 milljónum íslenskra króna.
Sainz, sem er líklega besti leikmaður Norwich, hefur beðist afsökunar. „Að hrækja á andstæðing er algjörlega út úr karakter fyrir mig og er algjörlega óásættanlegt. Ég sé mikið eftir þessu," segir Sainz.
Athugasemdir