Næstkomandi sunnudag, 12. janúar, ætla strákarnir í 4. flokki karla í HK og að halda styrktar leikar dag til stuðnings Tómas Freys vinar síns sem greindist með krabbamein í október.
Fylgstu með atburðinum á Facebook
Fylgstu með atburðinum á Facebook
Tómas hefur þurft að fara í harðar lyfjameðferðir og risa stóra aðgerð í Svíþjóð núna fyrir jólin. Fram undan er langt og strangt ferli fyrir hann og félagar hans vilja leggja sitt af mörkum við að aðstoða hann.
Gummi Ben mun verða á svæðinu og lýsa herlegheitunum og Gunnar Oddur Hafliðason dæmir með þá Eystein Hrafnkelsson og Egil Guðvarð Guðlaugsson sér til aðstoðar.
Stjörnulið Ómars Inga Guðmundssonar mætir HK undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu af Ómari í haust. Meðal þeirra sem spila leikinn í liði Ómars verða Kári Árnason, Hreimur, Viktor Bjarki, Jói Ásbjörns, Óskar Örn Hauksson og Höskuldur Gunnlaugsson.
Aðgangseyri til styrktar Tómasi er 1500 kr eða frjáls framlög. Posi verður að sjálfsögðu á svæðinu. Sjoppa verður á staðnum. Fyrir þau sem komast ekki og langar að styrkja þá hefur verið stofnaður reikningur: 0370-22-099772
Kt 170411-2260
Nánari upplýsingar koma dag frá degi frammað viðburði
Værum svo þakklát ef þið mynduð deila þessu fyrir okkur !!
Dagskráin:
11:00 Leikur á milli 4 flokks drengja HK-Víkingur
12:30 Stjörnulið Ómars mætir liði HK undir stjórn Hemma Hreiðars
13:30 Leikur á milli 4 flokks drengja HK-Víkingur
Fylgstu með atburðinum á Facebook
Athugasemdir