Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 10. febrúar 2021 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Man City setti met - Fimmtándi sigurinn í röð
Manchester City sló Swansea City úr leik í enska bikarnum fyrir skömmu og setti þar með met í enska boltanum.

Man City er fyrsta úrvalsdeildarfélag sögunnar til að vinna 15 leiki í röð í öllum keppnum.

City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, með fimm stiga forystu og leik til góða.

Englandsmeistararnir fyrrverandi eru á góðri leið með að vinna sinn þriðja úrvalsdeildartitil á fimm árum undir stjórn Pep Guardiola. Liðið hefur einu sinni unnið enska bikarinn undir hans stjórn, fyrir tveimur árum.


Athugasemdir
banner