Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 10. febrúar 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Minamino sýnir gæði sín á æfingum Southampton
Japanski landsliðsmaðurinn Takumi Minamino skoraði fyrir Southampton í 3-2 tapi gegn Newcastle á laugardaginn.

Minamino er á lánssamningi frá Liverpool og þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið. Hann hefur sýnt gæði sín á æfingasvæðinu á suðurströndinni samkvæmt liðsfélaga hans Nathan Redmond.

„Hann hefur aðlagast vel. Hann hefur sýnt gæði sín síðustu æfingadaga. Hann er virkilega almennilegur einstaklingur að auki," segir Redmond.

„Gæði hans sáust á laugardaginn, þetta var frábært mark. Við þurfum meira svona."

Þessi 26 ára leikmaður ætti að henta vel í fótboltann sem Ralph Hasenhuttl lætur Southampton spila.

Southampton er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner