Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. febrúar 2021 23:43
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Sóknarbolti virkar ekki þegar liðið gerir mistök
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var svekktur eftir 5-4 tap Tottenham á útivelli gegn Everton í enska bikarnum í kvöld.

Tottenham var vaðandi í færum í galopnum leik þar sem heimamenn höfðu að lokum betur, þrátt fyrir að hafa átt 17 marktilraunir gegn 28 frá Tottenham.

„Við vorum frábærir með boltann og sýndum ótrúlegan karakter til að bæta upp fyrir stöðug varnarmistök en sóknarfótbolti virkar ekki þegar liðið gerir fleiri mistök heldur en mörk. Það er ótrúlegt að fjögur mörk hafi ekki nægt til að sigra," sagði Mourinho.

„Við erum mjög sárir, við spiluðum mjög vel og vorum betra liðið í stöðunni 1-0 en svo á fimm mínútum gerðum við þrjú mistök og þeir skoruðu þrjú mörk. Við náðum að klóra okkur aftur í leikinn en gerðum svo fleiri mistök. Þetta var eins og köttur og mús. Mistökin voru músin og kötturinn var þegar við reyndum að bæta upp fyrir mistökin.

„Þegar þú skorar fjögur mörk þá verðuru að sigra, við áttum að vinna þennan leik þægilega. Það hefur verið frábært fyrir hlutlausa að horfa á þetta, en ég er ekki hlutlaus."


Carlo Ancelotti, 61 árs stjóri Everton, hefur verið eitthvað þreyttur eftir slaginn þar sem hann sendi Duncan Ferguson aðstoðarstjóra í viðtöl að leikslokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner