mið 10. febrúar 2021 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Leikmenn Ajax standa með Onana
Mynd: Getty Images
Ajax er þessa stundina að spila við PSV Eindhoven í stórleik í hollensku deildinni en markvörðurinn Andre Onana er ekki með eftir að hann var dæmdur í eins árs keppnisbann.

Onana tók inn ólöglegt lyf og féll á lyfjaprófi. Hann segir lyfið hafa verið frá eiginkonu sinni - hann hafi tekið það óvart. Hann hafi haldið að þetta væri venjulegt verkjalyf.

Leikmenn Ajax standa með Onana, sem ætlar að áfrýja málinu til íþróttadómstólsins í Lausanne. Þeir sýndu honum stuðning fyrir leikinn gegn PSV með því að mæta í upphitun í treyjum merktum honum.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Ajax er 2-1 yfir gegn PSV þegar tæpur hálftími er eftir af venjulegum leiktíma.

Ajax players enter the field in Onana shirts as a show of support for the suspended goalie before the cup match Vs PSV from r/soccer



Sjá einnig:
Onana í eins árs keppnisbann
Onana ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins í Lausanne
Dortmund sagt vilja Onana

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner