Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 10. febrúar 2023 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Hrafn spáir í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Atli skrifaði undir hjá HK í vetur.
Atli skrifaði undir hjá HK í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Gakpo?
Skorar Gakpo?
Mynd: EPA
Umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í hádeginu á morgun með viðureign West Ham og Chelsea. Komið er að 23. umferðinni og ágætt að byrja á alvöru Lundúnaslag. Umferðin heldur svo áfram út laugardaginn, tveir leikir á sunnudag og umferðinni lýkur svo með Bítaborgarslag á mánudagskvöld þegar Everton kemur í heimsókn á Anfield.

Reykjavíkurmeistarinn Albert Hafsteinsson spáði í leiki síðustu umferðar og tókst að vera með þrjá rétta. Atli Hrafn Andrason, leikmaður HK í Bestu deildinni og fyrrum leikmaður Fulham, spáir í leiki helgarinnar.

Neðst í fréttinni er svo hægt að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþáttinn þar sem fjallað er um enska boltann sem og viðtal sem tekið var við Atla á dögunum.

West Ham 0 - 1 Chelsea (laugardagur 12:30)
Jafn leikur sem endar með marki frá Madueke. Mudryk með stjörnuleik og menn líkja honum við ungan Hazard eftir leik.

Arsenal 3 - 1 Brentford (laugardagur 15:00)
Arsenal menn fara sultuslakir í leikinn eftir smá hiksta í seinustu umferð. Nketiah með 2 og Zinchenko skorar óvænt. Ivan Toney skorar úr víti.

Crystal Palace 0 - 2 Brighton (laugardagur 15:00)
Brighton eru á eldi og halda þeirri siglingu áfram. Mitoma með bæði.

Fulham 1 - 0 Nottingham Forest (laugardagur 15:00)
Jafn leikur, Mitrovic klárar leikinn með glæsilegum skalla og fær sér svo Five Guys eftir leik.

Leicester 2 - 1 Tottenham (laugardagur 15:00)
Óvæntur sigur fyrir Leicester. Maddison sýnir gæðin sín og Newcastle undirbúa risatilboð í hann fyrir næsta sumar.

Southampton 0 - 0 Wolves (laugardagur 15:00)
Ping-pong leikur sem endar samt með engum mörkum. XG samtals 3+.

Bournemouth 0 - 3 Newcastle (laugardagur 17:30)
Ekki erfitt fyrir Newcastle þó ferðalagið hafi verið langt. Alexander Isak fær sénsinn og skorar að minnsta kosti eitt.

Leeds 0 - 2 Man United (sunnudagur 14:00)
United hafa litið vel út undanfarið og þetta verður ekkert mál fyrir þá. Sancho og Bruno skora mörkin.

Man City 4 - 0 Aston Villa (sunnudagur 16:30)
City eru í hefndar gír, Haaland skorar þrennu og Mahrez skorar eitt.

Liverpool 2 - 0 Everton (mánudagur 20:00)
Bæði lið slök en Liverpool er skárri aðilinn í leiknum. Gakpo og Salah skora og Gauji Carra sefur vel í fyrsta sinn í nokkrar vikur.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Atli Hrafn: Stefnir alltaf hærra en þar sem þú ert
Enski boltinn - Eldræða frá Mána en áhyggjurnar litlar hjá City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner