Oliver Stefánsson er að ganga í raðir Breiðabliks samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Búið er að ná munnlegu samkomulagi en ekki er búið að skrifa undir samninginn og Oliver á eftir að fara í læknisskoðun.
Oliver er tvítugur örvfættur miðvörður sem rifti samningi sínum við sænska félagið Norrköping á dögunum. Hann er uppalinn hjá ÍA en fór til Norrköping haustið 2018 eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA.
Oliver er tvítugur örvfættur miðvörður sem rifti samningi sínum við sænska félagið Norrköping á dögunum. Hann er uppalinn hjá ÍA en fór til Norrköping haustið 2018 eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍA.
Hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. Hann var lánaður til ÍA í fyrra, glímdi talsvert við meiðsli en kom þrátt fyrir þau við sögu í 23 leikjum í Bestu deildinni.
Hann er U21 landsliðsmaður, lék sinn fyrsta leik fyrir það landslið í nóvember síðastliðnum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net höfðu Víkingur, Valur og KR einnig áhuga á því að fá Oliver í sínar raðir.
Athugasemdir