Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Kostas Manolas til Salernitana (Staðfest)
Kostas Manolas er mættur aftur í ítalska boltann
Kostas Manolas er mættur aftur í ítalska boltann
Mynd: Getty Images
Gríski varnarmaðurinn Kostas Manolas er genginn til liðs við Salernitana á frjálsri sölu en samningur hans gildir út tímabilið.

Manolas er 32 ára gamall miðvörður sem spilaði síðast fyrir Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hann var með bestu miðvörðum Evrópu frá 2014 til 2019 er hann var á mála hjá Roma.

Einnig spilaði hann fyrir Napoli og Olympiakos áður en hann hélt í hitann til Sharjah.

Manolas er nú mættur aftur til Ítalíu en hann skrifaði undir samning við Salernitana út þetta tímabil.

Salernitana er í neðsta sæti deildarinnar með 13 stig þegar fimmtán umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner