Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   lau 10. febrúar 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Eva Rut og Elísa Bríet með tvennur í janftefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 3 - 3 Fylkir
0-1 Eva Rut Ásþórsdóttir ('1 )
1-1 Elísa Bríet Björnsdóttir ('50 )
2-1 Elísa Bríet Björnsdóttir ('61 )
3-1 Lara Margrét Jónsdóttir ('74 )
3-2 Eva Rut Ásþórsdóttir ('77 , Mark úr víti)
3-3 Birta Margrét Gestsdóttir ('87 )

Tindastóll og Fylkir áttust við í Lengjubikar kvenna í kvöld og úr varð hörkuslagur þar sem Eva Rut Ásþórsdóttir kom Fylkiskonum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins.

Fylkir hélt forystunni til leikhlés en Elísa Bríet Björnsdóttir sneri stöðunni við með tvennu í upphafi síðari hálfleiks.

Stólarnir voru þá komnir í forystu í Akraneshöllinni og tvöfaldaði Lara Margrét Jónsdóttir þá forystu með marki á 74. mínútu, en Fylkir var ekki á því að gefast upp.

Eva Rut skoraði sitt annað mark þegar hún steig á vítapunktinn og minnkaði um leið muninn, tíu mínútum áður en Birta Margrét Gestsdóttir kom inn jöfnunarmarki á lokakaflanum.

Liðin áttust við í fyrstu umferð riðlakeppninnar og lauk leiknum með 3-3 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner