Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 13:00
Aksentije Milisic
Mótmæltu gengi liðsins með því að kasta stórum plastpokum inn á völlinn
Mynd: EPA

Spænska liðinu Cadiz hefur gengið illa á þessari leiktíð en liðið situr í 18 sæti La Liga deildarinnar sem stendur.


Þeir gulklæddu töpuðu 0-2 gegn Real Betis í gær þar sem Pablo Fornals skoraði sitt fyrsta mark fyrir gestina frá Betis. Hann var keyptur frá West Ham í síðasta mánuði.

Þegar ein mínúta var eftir af uppbótartíma leiksins tóku stuðningsmenn Cadiz sig til og köstuðu fjölmörgum stórum gulum plastpokum inn á völlinn. Þetta varð til þess að dómari leiksins ákvað að flauta leikinn af strax.

Liðið hefur einungis unnið tvo deildarleiki á þessari leiktíð og hafa ekki unnið leik síðan 1. september á síðasta ári. Sergio Gonzalez var rekinn í síðasta mánuði sem þjálfari liðsins og við tók Mauricio Pellegrino.

Gengið hefur hins vegar ekkert skánað undir stjórn Pellegrino en hann er fyrrverandi stjóri Southampton.


Athugasemdir
banner
banner
banner