Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
„Ánægðir að halda Cambiaso hjá okkur"
Cambiaso er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í 28 leikjum á tímabilinu.
Cambiaso er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í 28 leikjum á tímabilinu.
Mynd: EPA
Cristiano Giuntoli, yfirmaður fótboltamála hjá Juventus, viðurkenndi í viðtali að Manchester City hafi reynt að kaupa Andrea Cambiaso í janúar.

Cambiaso er fjölhæfur bakvörður sem getur bæði leikið vinstra megin og hægra megin í varnarlínunni þar sem hann er jafnfættur.

Hann er 24 ára gamall og sinnir mikilvægu hlutverki í sterku liði Juventus, auk þess að eiga 13 landsleiki að baki fyrir Ítalíu.

„Já, það er rétt. Stórt félag frá Englandi hafði áhuga en það varð ekkert úr því. Við erum ánægðir með að halda Andrea hjá okkur, við erum vanir því að stór félög sýni áhuga á ungu leikmönnunum okkar," svaraði Giuntoli þegar hann var spurður út í tilboð frá Man City.

Cambiaso á fjögur og hálft ár eftir af samningi við Juventus og segja ítalskir fjölmiðlar að Man City hafi verið reiðubúið til að borga um 50 milljónir evra til að kaupa bakvörðinn. Juventus vildi fá 75 milljónir og því varð ekkert úr skiptunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner