Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 09:48
Elvar Geir Magnússon
Messi í góðum félagsskap á Ofurskálinni
Mynd: Instagram/jordialbaoficial
Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í leiknum um Ofurskálina, Super Bowl, með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs.

Leikurinn var aldrei spennandi og Ernirnir unnu 40-22.

Lionel Messi var á vellinum í New Orleans ásamt nokkrum liðsfélögum sínum hjá Inter Miami og fjölskyldum.

Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum síðan hann kom til Bandaríkjanna og var að sjálfsögðu með sérstakt VIP hólf á leiknum í nótt.

Argentínumaðurinn, sem er að margra mati besti fótboltamaður heims, var í besta skapi og sat fyrir á fjölmörgum bolamyndum með hinum ýmsu aðilum.

Luis Suarez, Jordi Alba og Sergio Busquets voru með honum á leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner