Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha: Ævinlega þakklátur Xavi fyrir að hafa sannfært mig
Mynd: EPA
Raphinha skoraði eitt af fjórum mörkum Barcelona í frábærum sigri gegn Sevilla um helgina og er þar með búinn að skora 24 mörk og gefa 15 stoðsendingar í 35 leikjum á tímabilinu.

Raphinha byrjaði ekki með fyrirliðabandið en tók við því þegar Ronald Araújo þurfti að fara meiddur af velli á 22. mínútu.

„Að vera leiðtogi þýðir ekki bara að þú berð armbandið á vellinum, þú verður að haga þér óaðfinnanlega á hverjum degi - bæði innan og utan vallar. Þú verður að berjast fyrir liðið, merkið, treyjuna og liðsfélagana," sagði Raphinha eftir sigurinn gegn Sevilla.

Raphinha var sterklega orðaður við félagaskipti til Sádi-Arabíu síðasta sumar þegar Hansi Flick tók við stjórnartaumunum af Xavi en brasilíski kantmaðurinn vildi aldrei fara.

„Ég var alltaf einbeittur að Barcelona og ég fann fyrir trausti frá fólki innan félagsins. Ég veit hvað ég hef uppá að bjóða fyrir þetta félag og vildi ekki fara héðan.

„Ég verð ævinlega þakklátur Xavi fyrir að hafa sannfært mig um að koma hingað. Ef hann hefði ekki þjálfað Barcelona á þessum tímapunkti þá hefði ég líklegast aldrei komið."

Athugasemdir
banner
banner