Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír yngri bræður skrifa undir samninga við ÍBV
Mynd: ÍBV
ÍBV tilkynnti að þrír ungir og efnilegir leikmen væru búnir að skrifa undir samninga við félagið. Þeir skrifa allir undir þriggja ára samning.

Þeir léku allir sinn fyrsta leik með meistaraflokki um helgina þegar ÍBV mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum.

Alexander Örn Friðriksson er fæddur árið 2007 og þeir Sigurður Valur Sigursveinsson og Heiðmar Þór Magnússon eru fæddir árið 2008. Alexander er að skrifa undir sinn annan meistaraflokkssamning en þeir Sigurður og Heiðmar eru að skrifa undir sína fyrstu samninga.

Sigurður lék 13 leiki fyrir KFS í 4. deildinni á síðustu leiktíð, hann er yngri bróðir Selmu Björt sem leikur með meistaraflokki kvenna hjá ÍBV. Heiðmar lék 17 leiki og skoraði í þeim 9 mörk á síðustu leiktíð með KFS. Heiðmar er yngri bróðir Sigurður Arnar sem er leikmaður ÍBV.

Alexander Örn er fæddur 2007 og lék 23 leiki á síðustu tveimur tímabilum með KFS í 3. og 4. deildinni, í þeim skoraði hann tvö mörk. Hann er yngri bróðir Felix Arnar sem er leikmaður ÍBV.

Úr tilkynningu ÍBV
Strákarnir hafa allir leikið með yngri flokkum ÍBV upp allan sinn feril og eiga einnig allir systkini sem hafa leikið eða leika enn með meistaraflokkum ÍBV.

Stjórn knattspyrnudeildar bindur miklar vonir við að framtíð leikmannanna verði björt og að þeir geti aðstoðað liðið í þeirri baráttu sem framundan er á næstu árum inni á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner