Tottenham ræðir um Dibling - Williams orðaður við Arsenal og Spurs - Arsenal leiðir kapphlaupið um Nypan
   mán 27. janúar 2025 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Fækkar um tvo Jóna hjá ÍBV en Láki færir gleðifréttir
Jón Ingason spilaði í 21 af 22 leikjum ÍBV á síðasta tímabili.
Jón Ingason spilaði í 21 af 22 leikjum ÍBV á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnar gekk í raðir ÍBV í ágúst og lék í heimaleikjum liðsins eftir komu sína til Vestmannaeyja.
Jón Arnar gekk í raðir ÍBV í ágúst og lék í heimaleikjum liðsins eftir komu sína til Vestmannaeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir lék 13 deildarleiki síðasta sumar og skoraði tvö mörk. Hann er fæddur árið 1992 og lék síðast í efstu deild sumarið 2019.
Víðir lék 13 deildarleiki síðasta sumar og skoraði tvö mörk. Hann er fæddur árið 1992 og lék síðast í efstu deild sumarið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viggó Valgeirsson er einn af efnilegu leikmönnum ÍBV.
Viggó Valgeirsson er einn af efnilegu leikmönnum ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn gera ekki ráð fyrir því að þeir Jón Ingason og Jón Arnar Barðdal verði með liðinu á komandi tímabili í Bestu deildinni. Jón Ingason hefur verið í stóru hlutverki í liðinu síðustu ár en Jón Arnar gekk í raðir liðsins í sumarglugganum í fyrra og lék lokakaflann með liðinu. Þriðji Jóninn, markmaðurinn Jón Kristinn Elíasson, er áfram í leikmannahópi ÍBV.

ÍBV tilkynnti um komu serbneska miðvarðarins Jovan Mitrovic á föstudag og í kjölfarið ræddi Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net.

„Við reiknum ekki með Jonna, reikna ekki með að hann byrji mótið, hann er að verða pabbi í vor. Ég er búinn að ræða við hann nokkrum sinnum um að halda sér við ef að eitthvað kæmi upp á eða ef staðan á honum breytist eitthvað seinni hluta móts. Ef eitthvað breytist þá eru dyrnar alltaf opnar fyrir honum," segir Láki um varnarmanninn Jón Ingason.

„Síðasta haust grunaði okkur að það yrði aðeins hoggið í liðið. Fyrsta mál eftir að ég tók við var að finna leikmenn í þessar stöður í byrjunarliðinu sem við erum að missa frá okkur. Við höfum misst 4-5 byrjunarliðsmenn frá síðasta tímabili og við teljum okkur vera búnir að finna menn í þær stöður. Það er alltaf vont að missa góða leikmenn en ég tel okkur hafa brugðist vel við því."

Jón Arnar Barðdal, Eyþór Orri Ómarsson og Víðir Þorvarðarson eru samningslausir og ekkert hefur heyrst um þeirra framtíð.

„Við reiknum ekki með Jóni Arnari. Ég þekki hann frá því að ég þjálfaði hann í yngri flokkunum í Stjörnunni. Hann kom inn síðustu tvo mánuðina í fyrra, flottur leikmaður, en fótboltinn er ekki númer eitt. Vegna vinna eru erfitt fyrir hann að stunda fótbolta, þannig við reiknum ekki með honum. Ef það breytist eitthvað þá er það bara bónus."

„Eyþór er í skóla í Bandaríkjunum og við reiknum með honum næsta sumar. Ég held hann komi til baka í maí, missir því af byrjun mótsins. Síðustu ár hafa verið alls konar, komið til baka og byrjað í ÍBV eða KFS til að koma sér í gang. Við munum sjá hvernig staðan á honum verður, en við reiknum með honum með ÍBV í sumar."

„Víðir er búinn að vera æfa með okkur og ég hugsa að staðan á honum skýrist á næstu dögum, hvort hann verði með okkur eða ekki. Það er ekki alveg komið í ljós."


Láki segir þá frá því að Sigurður Grétar Benonýsson, sem lék með KFS seinni hluta síðasta sumars, sé hættur. ÍBV hefur fengið inn sjö leikmenn frá því að síðasta tímabili lauk en hefur misst átta úr hópnum.

Gríðarlega jákvætt fyrir félagið
Í dag, hvað þarf að bæta við lið ÍBV?

„Við teljum okkur vera búnir að fylla skörð þeirra leikmanna sem fóru frá okkur. Við erum með aðeins færri leikmenn í hópnum en í fyrra. Vegna þess að við erum með, sem hefur aðeins komið mér á óvart, nokkra mjög efnilega leikmenn."

„Við erum með örvfættan miðvörð sem er yfir 190 sm á hæð, Alexander Friðriksson, sem hefur spilað í síðustu leikjum. Hann er yngri bróðir Felix Arnar vinstri bakvarðar. Þetta hefur komið mér aðeins í opna skjöldu því það hefur ekki verið talað mikið um yngri flokka starfið hjá ÍBV. Hann er mjög flottur og mjög efnilegur leikmaður, það er einhver tími í að hann komi inn í alvöru hlutverk, en það eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir félagið að upp sé að koma efnilegur miðvörður."

„Svo erum við með tvo aðra efnilega leikmenn, Viggó (Valgeirsson) sem spilaði töluvert í fyrra, og svo Heiðmar (Þór Magnússon) sem er efnilegur leikmaður líka. Ég hef verið að nota þessa yngri stráka núna og mun gera það áfram til að flýta ferlinu hjá þeim. Við þurfum að fá fleiri leikmenn úr yngri flokka starfinu inn í meistaraflokkinn."


Meta stöðuna í Lengjubikarnum
„Við munum meta stöðuna núna í Lengjubikarnum hvort að við þurfum að stækka hópinn eða hvort að þessir ungu strákar verði tilbúnir að taka við einhverju hlutverki. Við sjáum það í febrúar/mars hvort við þurfum eitthvað að bæta í," segir Láki.
Athugasemdir
banner
banner
banner