Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. mars 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Haaland um Mbappe: Þetta er sturlun
Erling Haaland skoraði tvennu gegn PSG
Erling Haaland skoraði tvennu gegn PSG
Mynd: Getty Images
Erling Haaland, framherji Borussia Dortmund, talar vel um franska kollega sinn, Kylian Mbappe, fyrir síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dortmund vann fyrri leikinn 2-1 en Haaland skoraði bæði mörk liðsins.

Það verður því blóðug barátta er liðin mætast öðru sinni á morgun en Haaland ræddi um Kylian Mbappe og afrek hans fyrir leikinn.

„Mbappe er magnaður leikmaður. Þetta var í fyrsta sinn sem ég spilaði gegnum honum og hann er með ótrúlega hæfileika," sagði Haaland.

„Hann er hreint út sagt stórkostlegur. Allt sem hann gerði á hans aldri og svo ef maður horfir á það sem hann hefur afrekað. Það er sturlun," sagði hann í lokin.

Mbappe hefur unnið frönsku deildina þrisvar, bikarinn einu sinni og HM með Frakklandi auk fjölda einstaklingsverðlauna.
Athugasemdir
banner
banner
banner