Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 10. apríl 2021 10:09
Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fær framherja sem var hjá Arsenal og West Ham (Staðfest)
Mynd: Fylkir
Jordan Brown hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Fylkis um að leika með liðinu til loka tímabilsins 2022 en félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í morgun.

Jordan er framherji og kemur til Fylkis frá Þýska liðinu Aalen á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Englands.

Hann er uppalinn í Arsenal þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum félagsins í 8 ár áður en hann færði sig yfir til West Ham.

Hann spilaði 1 leik með aðalliði West Ham áður en hann samdi við Hannover 96 í Þýskalandi. Jordan hefur einnig leikið með liðum í Tékklandi og Kanada.
Athugasemdir
banner